Mars 2014 – PhD Cambridge-háskóli UK
Curriculum Vitae
Berglind Rós Magnúsdóttir
Prófessor við Deild menntunar og margbreytileika
Ég er fædd 1973 á Siglufirði og ólst upp að Hraunum í Fljótum, Skagafirði. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1992. Að loknu stúdentsprófi tók ég að mér kennslu sem leiðbeinandi í grunnskóla en sú reynsla markaði næstu skref. Ég lauk B.Ed-prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1998 með áherslu á íslensku og stærðfræði.
Árið 2003 lauk ég MA-prófi með láði innan uppeldis- og menntunarfræðideildar Háskóla Íslands í kynjafræði menntunar sem að hluta til var tekið við Háskólann í London (UCL). Ég lauk doktorsprófi í menntunarfræðum frá Cambridge-háskóla í Bretlandi árið 2014 með viðkomu í Cornell-háskóla í Bandaríkjunum.
Hér má sjá þau rannsóknarverkefni sem ég stýri.
Nánar má sjá um þau á RannMennt og
Ástin og ástarsambönd í síðnútíma