Myndbrot
Viðtöl
- Ef þú giftist; Lögformlegur samningur um ást og uppvask – 24.12.2021
- Hjónabandið er allt í senn, samfélagslegur hornsteinn, stofnun ástarinnar og lögformlegur samningur um daglegt líf. Í fyrsta þætti Ef þú giftist er rætt um hjónabandið sem stofnun við Sigrúnu Olafsdóttur, prófessor í félagsfræði. Hrefnu Friðriksdóttur prófessor í hjúskaparrétti, Berglindi Rós Magnúsdóttur, prófessor um ástarrannsóknir og Sólveigu Önnu Bóasdóttur prófessor í guðfræðlegri siðfræði. Hjón þáttarins eru Harpa Másdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
- Mannlegi þátturinn – 21.12.2021
- Mannlegi þátturinn í stjórn Gunnars Hanssonar og Guðrúnar Gunnarsdóttur á rás 1 á RÚV tók Berglindi Rós Magnúsdóttur tali um rannsókn hennar á ástum framakvenna og hvað það merkir að vera stafrænn innflytjandi (digital immigrant) í þeim sýndarveruleika sem ríkir á ástarvettvanginum.
- Framakonur í leit að annars konar ást – 28.11.2021
- Margt er breytt á markaði ástarinnar og margar mótsagnir.
- Lestin – 3.11.2021
- Hvernig er tilhugalíf fráskyldra framakvenna á íslandi í dag, hvernig upplifa þær konur sem er talinn standa best í samfélaginu og ætti að geta notið ásta á jafningjagrundvelli.
- Efnið og sköpunarkrafturinn – Fjallkonan og snillingarnir – 17.6.2021
- Fjallað er um hið kvenlæga og karllæga og rófið þar á milli í okkar samtíma.
- Stéttaaðgreining eykst á höfuðborgarsvæðinu – „Himinn og haf“ á milli ákveðinna skólahverfa – 21.12.2020
- Stéttaaðgreining milli skólahverfa skoðuð með fræðilegum hætti í íslensku borgarsamfélagi
- Arkitektúr ástarvalsins – 2.11.2020
- Fjallað er um frádræg sambönd, tímabönd og draugun.
- Samtal um tilfinningar – 3.5.2020
- Um tilfinningar, samfélag og markaðsvæðingu ástarinnar
- Þættir um menntun og framtíðina – 7.10.2018
- Hvert verður form, inntak og gildi menntunar (fyrir einstakling og samfélag) eftir 20-40 ár?
- Ekki náttúran sem virkjar sköpunarkraftinn – 28.2.2018
- Hvað það er sem veldur því að Íslendingar eru skapandi?
- Vaxandi stéttamunur birtist í skólunum – 16.02.2018
- Misskipting milli skólahverfa hefur aukist mjög mikið síðustu 20 árin.
- Stéttaskipting í kókópöffspakka – 15.2.2018
- Tvær vinkonur hittast og ræða um ólíka sýn á lífið og upplifanir.
- Um einkavæðingu menntastofnanna – 5.5.2017
- Meiri eftirspurn eftir sumum börnum og foreldrum – 6.2.2014
- Þar sem markaðslögmál ráði för í skólum er einfaldlega meiri eftirspurn eftir sumum börnum og foreldrum en öðrum.