Myndbrot

Viðtöl

  • Ef þú giftist; Lögformlegur samningur um ást og uppvask – 24.12.2021
    • Hjónabandið er allt í senn, samfélagslegur hornsteinn, stofnun ástarinnar og lögformlegur samningur um daglegt líf. Í fyrsta þætti Ef þú giftist er rætt um hjónabandið sem stofnun við Sigrúnu Olafsdóttur, prófessor í félagsfræði. Hrefnu Friðriksdóttur prófessor í hjúskaparrétti, Berglindi Rós Magnúsdóttur, prófessor um ástarrannsóknir og Sólveigu Önnu Bóasdóttur prófessor í guðfræðlegri siðfræði. Hjón þáttarins eru Harpa Másdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
  • Mannlegi þátturinn – 21.12.2021
    • Mannlegi þátturinn í stjórn Gunnars Hanssonar og Guðrúnar Gunnarsdóttur á rás 1 á RÚV tók Berglindi Rós Magnúsdóttur tali um rannsókn hennar á ástum framakvenna og hvað það merkir að vera stafrænn innflytjandi (digital immigrant) í þeim sýndarveruleika sem ríkir á ástarvettvanginum.
  • Framakonur í leit að annars konar ást – 28.11.2021
    • Margt er breytt á markaði ástarinnar og margar mótsagnir.
  • Lestin – 3.11.2021
    • Hvernig er tilhugalíf fráskyldra framakvenna á íslandi í dag, hvernig upplifa þær konur sem er talinn standa best í samfélaginu og ætti að geta notið ásta á jafningjagrundvelli.
  • Efnið og sköpunarkrafturinn – Fjallkonan og snillingarnir – 17.6.2021
    • Fjallað er um hið kvenlæga og karllæga og rófið þar á milli í okkar samtíma.

Ljósmyndir