Fólkið

papis

Berglind Rós Magnúsdóttir

Verkefnisstjóri, Prófessor

Berglind Rós Magnúsdóttir (Ph.D. 2014, University of Cambridge), verkefnisstjóri PAPIS er ​​prófessor í menntunarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hlaut kennaraskírteini sitt árið 1998 og starfaði sem kennari í fimm ár á Norðurlandi áður en hún sérhæfði sig í kyni og menntun (MA) og gagnrýninni félagsfræði menntunar (doktorsgráðu) með fræðilegri umgjörð Bourdieu. Doktorsritgerð hennar skoðar málefni menningarpólitíkur við val foreldra í Bandaríkjunum og kannar stefnu nýfrjálshyggjunnar um val og áhrif hennar á foreldra og kennara við val og venjur til að tryggja gæði skóla.

Rannsóknaráhugamál hennar liggja á sviði félagsfræði menntunar; menntastefnu; fagmennsku kennara og samspil kyns, kynþáttar, fötlunar og félagsstöðu í tengslum við félagslegt réttlæti í námi. Fyrri starfsreynsla hennar er meðal annars að vera sérstakur ráðgjafi menntamálaráðherra (2009-2011), yfirmaður jafnréttismála við Háskóla Íslands (2003-2005) og kennsla á grunnskólastigi (1992-1995 og 1999-2001). Hún hefur starfað við háskólann síðan 2003 og tekið þátt í menntamálum síðan 2009. Núverandi rannsóknir hennar eru á alþjóðavæðingu, markaðsvæðingu og aðgreiningu í íslenska menntakerfinu og áhrifum þess á félagslegt réttlæti, val og starfshætti foreldra, fagmennsku kennara, gæði menntunar og þátttöku / útilokun í námi. Hún er nú deildarstjóri framhaldsnámsins Menntun og fjölbreytni við Háskóla Íslands.

Auður Magndís Auðardóttir

nýdoktor

Auður Magndís Auðardóttir fæddist í Reykjavík árið 1982. Hún lauk BA-gráðu í félags-og kynjafræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og meistaragráðu í félagsfræði frá London School of Economics árið 2007. 

Auður hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar auk þess að hafa gegnt starfi framkvæmdastjóra Samtakanna ’78. Frá árinu 2017 hefur hún stundað rannsóknir og kennslu við Menntavísindasvið á sviði félagsfræði menntunar, kynjafræða og hinseginfræða.  Hún tekur við nýdoktorsstöðu við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði nú í sumar. Auður er gift Írisi Ellenberger og á tvö börn, Bjart Einar og Ástrós Ingu.

Eva
Harðardóttir

Doktorsnemi, aðjunkt

Eva Harðardóttir starfar sem aðjunkt og doktorsnemi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún lauk sameiginlegri meistaragráðu í alþjóðlegri menntastefnumótun og stjórnun frá DPU í Danmörku og Deusto háskóla á Spáni. Rannsóknarsvið hennar tengist auknum menningarlegum margbreytileika, inngildandi menntun og þróun hugmynda um borgaravitund. Eva hefur áralanga reynslu af kennslu bæði í framhaldsskóla og háskóla þar sem hún hefur m.a. kennt um alþjóðlega borgaravitund, menntun til sjálbærni, og mannréttindi og alþjóðlegar menntastefnur. Hún starfar einnig sem verkefnastjóri hjá kynjajafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og hefur reynslu af áætlun og innleiðingu menntunar í þróunarsamstarfi þar sem hún starfaði sem menntasérfræðingur fyrir UNICEF í Malaví.

Elizabeth Bik Yee
Lay

Doktorsnemi

Aðrir sem komu að PAPIS

Meistaranemar
  • Pétur Hjörvar Þorkelsson, meistaranemi á Menntavísindasviði
    • Áherslusvið: Einstæðir feður
  • Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, meistaranemi á Menntavísindasviði
    • Áherslusvið: Einstæðar mæður, ungar mæður.
  • Björk Alfreðsdóttir
  • Joanna Dominiczak
  • Zarela Castro
Aðrir
  • Zithna Ngulube
Samstarfsaðilar innan háskólasamfélagsins
  • Ársæll Arnarsson, prófessor á Menntavísindasviði HÍ
    • Sérfræðiþekking í þágu verkefnis: Fræðileg þekking á stöðu feðra og sérfræðingur í gagnagrunninum Heilsa og lífskjör skólabarna.
  • Hrund Ingu- og Þórarinsdóttir, lektor á Menntavísindasviði
    • Sérfræðiþekking í þágu verkefnis: Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf
  • Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor í fötlunarfræðum
    • Sérfræðiþekking í þágu verkefni: Jaðarsettar mæður og feður, aðferðafræði: að vinna rannsóknir með jaðarsettum hópum