Störf er varða stjórnsýslu og stefnumótun

Störf er varða stjórnsýslu og stefnumótun

  • Júlí 2021 – Námsbrautarformaður
  • 2016-2018 – Námsbrautarformaður Menntunarfræði og margbreytileiki
  • 2016-2018 stjórnarmaður í jafnréttisnefnd BHM
  • 2014-2016: Stjórnarseta í Félagi háskólakennara. Fulltrúi FH á háskólaþingi.

2009-2011: Faglegur ráðgjafi mennta- og menningarmálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur

Störf faglegs ráðgjafa afmarkaðist við menntamál á öllum skólastigum. Starfið var unnið í nánu samstarfi við ráðherra og sérfræðinga innan ráðuneytisins fólst m.a. í eftirfarandi verkefnum:

  • Fulltrúi ráðherra í mótun nýrrar menntastefnu fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, m.a. með því að sitja í ritstjórn Aðalnámskráar fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, sjá: Ný menntastefna – útgáfa aðalnámskrár.
  • Formaður rýnihóps um háskólastigið sem skilaði af sér skýrslu 27. ágúst 2009 undir nafninu Aðgerðir í háskóla- og vísindamálum: Skilagrein rýnihóps menntamálaráðherra, sjá: Út er komin skilagrein rýnihóps menntamálaráðherra um aðgerðir í háskóla- og vísindamálum.
  • Mótun frumvarps um háskóla ásamt sérfræðingum ráðuneytisins
  • Vinna að fjölmörgum reglugerðum til að fylgja eftir ákvæðum grunnskólalaga, m.a. reglugerðir um sérþarfir nemenda og sérfræðiþjónustu sveitarfélaga.
  • Mótun verkefnisins „Vitundarvakning gegn kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi gagnvart börnum“ og seta í stýrihópi þess frá upphafi til 2011, sjá heimasíðu: Ofbeldi gegn börnum – Fræðsluefni og skýrslu um vinnu hópsins:

Út úr þessu verkefni komu m.a.

-Fáðu já! Stuttmynd eftir Brynhildi Björnsdóttur, Pál Óskar Hjálmtýsson og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur

-Bed-ritgerð eftir

  • 2011-2013: Fulltrúi menntamálaráðherra í ritstjórn Námsgagnastofnunar um þemahefti  fyrir kennara byggð á grunnþáttum menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrám 2011
  • 2012-2013: Fulltrúi í verkefnastjórn innanríkis-, velferðar- og menntamálaráðuneytis til að fylgja eftir átaki Evrópuráðsins um kynferðisofbeldi gegn börnum.
  • 2012 til júní 2015: Síðasti stjórnarformaður Námsgagnastofnunar en hún var lögð niður sem sjálfstæð eining og komið fyrir innan Menntamálastofnunar.

 

2003-2005: Jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands 

Helstu verkefni voru fólgin í stefnumótun, áætlanagerð, fræðslu, fyrirlestrum og námskeiðahaldi fyrir stjórnendur og starfsfólk og umsjón með rannsóknum sem jafnréttisnefnd stóð fyrir á sviði jafnréttismála. Hér eru gefin dæmi um fyrirferðamikil verkefni sem fólust í að;