Á jaðri jaðarsins í framhaldsskóla fyrir alla: Starfsbraut – sérnám innan Tækniskólans

Berglind Rós Magnúsdóttir, Helga Þórey Júlíusdóttir & Kristín Björnsdóttir. Framhaldsskóli Á jaðri jaðarsins í framhaldsskóla fyrir alla: Starfsbraut-sérnám innan Tækniskólans – Netla

Árið 2008 var menntaúrræðinu starfsbraut – sérnám komið á fót fyrir tvo fatlaða nemendur í Tækniskólanum, stærsta framhaldsskóla landsins. Þeir höfðu ekki fengið skólavist á starfsbrautum framhaldsskólanna eins og þeir áttu rétt á vegna þess að skólarnir töldu sig ekki í stakk búna til að koma til móts við þarfir þeirra. Starfsbraut – sérnám er einstaklingsmiðað námsúrræði ætlað nemendum sem hafa verið skilgreindir með verulegan hegðunar- og námsvanda. Greining um dæmigerða einhverfu eða mikil einhverfueinkenni eru skilyrði fyrir inntöku (Tækniskólinn, e.d.). Um er að ræða nemendur sem ekki teljast líklegir til að geta nýtt sér nám á starfsbrautum framhaldsskólanna sökum fötlunar sinnar og hegðunar.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *