Hvar er drottningin? Orðræðan um kynfrumur og kynfæri mannsins í fræðitextum og kennslubókum

Hér er sagt frá eigindlegri rannsókn þar sem orðræðan um kynfrumur og heimkynni þeirra er greind í íslenskum skýringar- og kennslubókum. Niðurstaðan af athuguninni er sú að kynfrumurnar eru persónugerðar og hinir mannlegu eiginleikar sem þeim eru gefnir bera keim af þekktum staðalmyndum kynjanna hvað varðar orðnotkun textahöfunda, val á sjónarhorni og þá hugmyndafræði sem liggur að baki lýsingum. Athugunin varpar Ijósi á mikilvægi femínískrar gagnrýni í vísindum þar sem rannsóknarspurningar og niðurstöður mótast gjarnan af kyni og menningararfi rannsakandans. Þrátt fyrir að ný þekking hafi komið
fram um hegðun kynfrumna hefur sú þekking verið sveigð að viðteknum hugmyndum um kynhutverk. Fræðslubækur miðla kenningum visindamanna til almennings og því er mikilvægt að þar sé birt óbjöguð mynd af báðum kynjum.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *