Þorgerður Einarsdóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir. (2005). Karlar í útrýmingarhættu? Um stöðu kvenna og karla í framhaldsskólum og háskólum. Í Steinunn Helga Lárusdóttir, et.al. (Eds.), Kynjamyndir í skólastarfi (p. 199-219). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.
Í þessari grein verður sjónum beint að stöðu kvenna og karla á framhaldsskólastiginu og háskólastiginu. Síðustu áratugi hefur konum farið ört fjölgandi meðal framhaldsskólanema og háskólanema. Tilvitnanirnar hér að framan eru aðeins brot af þeim röddum sem gera ráð fyrir að jafnrétti sé þegar náð og vegna aukinnar menntunar kvenna sé aðeins tímaspursmál hvenær konur ráði lögum og lofum í samfélaginu. Hér á eftir verður þessi orðræða skoðuð nánar með hliðsjón af gögnum og rannsóknum um stöðu kynjanna á þessum skólastigum og þessi sjónarmið sett í víðara félagslegt og kynjafræðilegt samhengi.