Karlar í útrýmingarhættu? Um stöðu kvenna og karla í framhaldsskólum og háskólum

Þorgerður Einarsdóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir. (2005). Karlar í útrýmingarhættu? Um stöðu kvenna og karla í framhaldsskólum og háskólum. Í Steinunn Helga Lárusdóttir, et.al. (Eds.), Kynjamyndir í skólastarfi (p. 199-219). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Í þess­ari grein verður sjón­um ­beint að ­stöðu kvenna og karla á fram­haldsskóla­stig­inu og há­skóla­stig­inu. Síð­ustu ára­tugi hef­ur konum far­ið ört fjölgandi meðal fram­halds­skóla­nema og há­skóla­nema. Til­vitn­an­irn­ar hér að fram­an eru að­eins brot af þeim röddum sem gera ráð fyr­ir að jafn­rétti sé þeg­ar náð og vegna auk­inn­ar mennt­un­ar ­kvenna sé að­eins tíma­spurs­mál hvenær kon­ur ráði lög­um og lof­um í sam­fé­lag­inu. Hér á eft­ir verð­ur ­þessi orð­ræða skoð­uð nán­ar með hlið­sjón af gögn­um og rann­sókn­um um stöðu kynj­anna á þess­um skóla­stig­um og þessi sjón­ar­mið sett í víð­ara fé­lags­legt og kynja­fræði­legt sam­hengi.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *