Ritið:2/2021. Ástarrannsóknir

Tofi Tulinius, Berglind Rós Magnúsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir, Sigrún Margrét Guðmundsdóttir

Ritið um ástarrannsóknir er komið út í ritstjórn Torfa H Tuliniusar og Berglindar Rósar Magnúsdóttur. Forsíðan er prýdd málverki eftir Kristín Gunnlaugsdóttir en um verk hennar skrifar Hlynur Helgason fróðlega grein. Silja Bára Ómarsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir skrifa um félagslegt taumhald rómantískrar ástar. Berglind skrifar um tilhugalíf fráskilinna framakvenna, Íris Ellenberger fjallar um samkynhneigðar ástir í kringum Kvennaskólann í upphafi síðustu aldar. Sólveig Anna Bóasdóttir tekur til umfjöllunar réttindabaráttu samkynhneigðra og afstöðu kirkjunnar til hennar og Torfi Tulinius fjallar um tilfinningaraskaða karlmenn í verkum Michel Houellebecq. Enn fremur þýddu ritstjórar lykilgrein eftir Önnu Guðrúnu Jónasdóttur, frumkvöðul ástarrannsókna, um ástarkraftinn. Sjá Ritið í heild sinni hér https://ritid.hi.is/index.php/ritid

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *