Jafnrétti sem árangursviðmið í skólastarfi: Umfjöllun um matskerfi með jafnrétti og námsárangur að leiðarljósi

Berglind Rós Magnúsdóttir og Guðný Guðbjörnsdóttir. (2006).  Jafnrétti sem árangursviðmið í skólastarfi: Umfjöllun um matskerfi með jafnrétti og námsárangur að leiðarljósi. Í Úlfar Hauksson (Ed.), Rannsóknir í Félagsvísindum VII (Research in Social Science) (p. 729-740). Reykjavík, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Hér verða kynntar tvær tilraunir til að hanna matskerfi á skólastarf þar sem jafnrétti er notað sem árangursviðmið. Annars vegar verður gerð grein fyrir evrópsku jafnréttismatskerfi sem hefur verið þróað síðan árið 2001 af rannsóknarhópi frá sex Evrópusambandslöndum (European group for research on equity in educational systems, 2005). Tilgangur þess er að bera saman menntakerfi og menntastefnur m.t.t. jafnréttis. Hins vegar er sagt frá hvað felst í bandarísku skólalögunum No Child Left Behind (NCLB) (U.S. Department of Education, 2006) sem samþykkt voru í janúar 2002 og útfærslu Texas á lögunum. Það tengir saman jafnréttisáherslur og ábyrgðarskyldu (accountability). Matskerfunum er lýst og þau gagnrýnd í stuttu máli, metið er hvað má læra af þessum tveimur tilraunum og þær skoðaðar í íslensku samhengi

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *